Markmið fyrirtækisins eru að veita framúrskarandi þjónustu á sviði dýralækninga og hundaþjálfunar, auk sölu á lyfjum og vörum því tengdu ásamt hágæða dýrafóðri.
Ætíð verður boðið upp á almenna grunnþjónustu á sviði dýralækninga ásamt því að bjóða upp á sértækari þjónustu á sviði tann- og augnlækninga, ásamt námskeiðum fyrir hundaeigendur.
Einnig hefur fyrirtækið sem framtíðarmarkmið að bjóða upp á annars konar þjónustu frá lærðum aðilum sem stuðlar að heilbrigði gæludýra.
Einblínt verður á fagleg vinnubrögð með velferð og hagsmuni dýra og eigenda þeirra að leiðarljósi og áhersla því lögð á endurmenntun allra starfsmanna.
Mikil starfsreynsla og kunnátta kemur inn í fyrirtækið með stofnendum sem mun verða stór liður í því að geta strax veitt faglega og framúrskarandi þjónustu. Vandvirkni og heiðarleiki í samskiptum innan sem utan fyrirtækisins verður einnig liður í því að veita bestu þjónustu við gæludýraeigendur hverju sinni.
Gæludýraklíníkin er með græna stefnu, umhverfissjónarmið í fyrirrúmi og tekur þar með einstaklingsbundna og samfélagslega ábyrgð í baráttunni við loftslagsbreytingar af mannavöldum.