Þú getur stuðlað að bættri heilsu gæludýrsins þins ef þú hugsar vel um tennurnar þeirra. Mikilvægur þáttur er líka að þekkja og sjá þessi algengustu einkenni vanlíðunar í munni.  

Góð tannheilsa er jafnmikilvæg fyrir gæludýrin eins og það er fyrir aðra í fjölskyldunni. Gæludýr þurfa góðar tennur til að borða og verja sig. Vandamál í tönnum og góm valda ekki bara sársauka og óþægindum í dýrinu heldur setja þau í hættu á að fá lífshættuleg heilsufarsvandamál.

Þú getur stuðlað að heilbrigðara dýri, bættari heilsu og betri líðan með því að hugsa vel um tennurnar og læra að koma auga á þessi algengu viðvörunarmerki.

Þessi 10 einkenni lýsa vanlíðan hjá dýrum og eiga að kveikja á viðvörunarbjöllum hjá þér :

  1. Andfýla
  2. Breyttar matarvenjur, t.d. Lengur að borða
  3. Breyttur litur tanna, gulari eða brúnar tennur
  4. Rautt, þrútið eða blæðandi tannhold eða gómar
  5. Kýli eða vöxtur í tannholdi eða yfir kjálkabeinum
  6. Mikið slef, umfram munnvatn
  7. Aukið nudd um trýnið og munn, einkum með fótunum
  8. Breytt hegðun rólegri hundur, dregur sig meira í hlé og vill vera afskiptur
  9. Pírð augu geta verið merki um sársauka, höfuðverk og tannverk
  10. Hiti

Tennur og tannhold gæludýra ætti að skoða að minnsta kosti einu sinni á ári af dýralækni til að athuga hvort séu merki um vandamál.
Tannhreinsun hjálpar til við að ná eða koma í veg fyrir sjúkdóma í tönnum og tannholdi. Ástand tannholdsins og beinanna sem halda tönnunum á sínum stað þarf að meta reglulega.

Án meðhöndlunar geta tannholdsbólgur, beineyðing og tannáta valdið því að bakteríur komast í blóðrás dýrsins og skaðað innri líffæri gæludýrsins, ekki bara munninn.

Mælt er með að bursta tennur hunda daglega til þess er hægt að kaupa sérstaka hundatannbursta sem festir eru á fingurgóm eða nota grisjur. Köttum er hægt að gefa tannhreinsandi fóður eða nammi til að halda tönnum hreinum og tannholdi heilbrigðu.

Fyrir nagdýr er gott og rétt fæði hins vegar grundvallaratriði fyrir tannviðhald. Besta leiðin til að halda tönnum nagdýra í eðlilegri lengd er að útvega þeim eitthvað til að tyggja á. Kanínur og nagdýr eru með tennur sem vaxa alla ævi. Stöðugt vaxandi tennur þurfa stöðuga notkun og eðlilegt slit til að dýrið haldi heilsu og verði langlíft. Til að ná þessu þurfa dýrin að éta mjög trefjaríkt fóður og nauðsynlegt er að gefa fæði sem líkist því sem villt dýr af þessum tegundum éta. Mikilvægasta fæða þeirra er fremur gróft hey og gras. 80-90% af fæði fullorðinnar kanínu á að vera hey eða gróft gras. Annað sem gott er að hafa fyrir nagdýr til að naga og vinna á tönnunum: öruggur viður, sérstakir kögglar og leikföng sem gera þeim kleift að naga mun á náttúrulegan hátt stytta tennur niður í örugga lengd.

 

Unnið upp úr erlendri grein : https://www.bupadental.com.au/blog/article/7-signs-your-pet-might-need-dental-care