SEARCH SITE BY TYPING (ESC TO CLOSE)

Skip to Content

Sérsvið: Tannhreinsanir, tannlækningar, tannaðgerðir

Á Gæludýraklíníkinni finnur þú einn af reyndustu dýralæknum landsins á sviði tannlækninga, Hrund Ýr sem hefur unnið nær eingöngu við tannlækningar gæludýra undanfarin ár og sótt mörg námskeið erlendis á sviði tannlækninga smádýra.

Gæludýraklíníkin státar einnig af einni best útbúnu tannaðgerðastofu landsins fyrir gæludýr en stofan opnar með nýjasta búnaði til tannlækninga, svæfingartækjum og tannröntgenbúnaði. Á deildinni starfa 2 þaulvanir aðstoðarmenn dýralæknis með áralanga reynslu í starfi á tannadeild fyrir smádýr og þar af er önnur dýrahjúkrunarfræðingur sérmenntuð á sviði svæfinga smádýra.

Rétt eins og heimsóknir til dýralæknis ættu að vera reglulegar ættu tannskoðanir að vera hluti af venjubundinni umönnun gæludýranna okkar. Öll gæludýr þurfa reglulegt eftirlit með tönnum sínum, þó sumar tegundir oftar en aðrar. Fjöldi tanna er mismunandi eftir dýrategundum og sérhæfðir dýratannlæknar á Íslandi eru fáir.

Tennur og tannhold gæludýra ættu að vera skoðaðar að minnsta kosti einu sinni á ári af dýralækni til að athuga hvort það séu merki um vandamál og til að halda munni gæludýrsins heilbrigðum.

Tannhreinsun hjálpar til við að ná eða koma í veg fyrir sjúkdóma í tönnum og tannholdi. Ástand tannholdsins og beinanna sem halda tönnunum á sínum stað þarf að meta reglulega. Án meðhöndlunar geta slíkir sjúkdómar skaðað innri líffæri gæludýrsins, ekki bara munninn.

to-topto-top