SEARCH SITE BY TYPING (ESC TO CLOSE)

Skip to Content

Annað

Við gerum allskonar

Kristín Sigurðardóttir fréttamaður ræddi við Fannar Jónasson bæjarstjóra í Grindavík í aukafréttatímanum. Þau voru þá við Suðurstrandarveg sem er lokaður. Þaðan sést ekkert til eldgossins.

„Ég held að bæjarbúar séu bara rólegir yfir stöðunni. Mér sýndist í morgun að mannlífið í bænum væri svipað og á venjulegum laugardegi, ekki mikil umferð, einhverjir úti að ganga.“

Fannar sagði að flestir hefðu verið búnir að fá nóg af skjálftum, hann sagði að það væru kannski ágætis skipti ef lítið gos gæti létt á skjálftunum.

Rætt var við nokkra Grindvíkinga í fréttatímanum sem sögðust nokkuð rólegir. Sumir vonuðu að þetta yrði til að jarðskjálftum lyki í bili en voru kannski ekki reiðubúnir undir áratugi af eldgosum, ef miða ætti við söguna.

to-topto-top