SEARCH SITE BY TYPING (ESC TO CLOSE)

Skip to Content

Hundaþjálfun

Hóp og Einkatímar

Grunn námskeið fyrir hvolpa og unga hunda

Almennt grunnámskeið, hlýðninámskeið, fyrir hundaeigendur með hvolpa eða unga hunda.
Námskeiðið er 10 skipti: 1,5 klst hvert skipti, samtals 20 kennslustundir. Námskeiðið fer fram bæði innan- og utandyra. Í lok hverrar kennslustundar er lögð fyrir heimavinna.

Grunnnámskeið kostar  48.500 kr
Námskeiðið gefur afslátt af hundaleyfisgjöldum og er styrkhæft hjá mörgum stéttarfélögum.

Notast er við jákvæðar styrkingar til að kalla fram æskilega hegðun og árangursríkar aðferðir kenndar við að kenna hvolpum góða siði líkt og:

  • komdu / innkall og hvernig á að ná sambandi við hundinn sinn / stýrum athyglinni
  • sestu og sitja kyrr
  • leggstu og liggja kyrr
  • þægileg taumganga og notkun taums sem öryggistækis
  • bíddu og fjallað um neyðarstopp
  • leita og mikilvægi þess að þjálfa nefið
  • sækja og skila og tengingar þess við innkallsæfingar og orkulosun
  • tæpum einnig á fleiri góðum lykilatriðum í hvolpauppeldi s.s. bælið og griðarstaður hundsins, húsvenjur, umgengni við bíla, matarvenjur, hvernig venja má af gelti, biti og annarri óæskilegri hegðun ásamt fleiru.

Fyrirlestrar eru 4 á námskeiðinu, oftast með hundana með, hver fyrirlestur er 90 mín.
Þá eru einnig stuttir örfyrirlestrar í hverjum tíma, ca 10-15 mín.

Farið er m.a. yfir eftirfarandi atriði:

Reglugerðir um hundahald : Hveragerði og Ölfus, Reykjavík eða í því sveitarfélagi sem námskeiðið er haldið/þáttakendur eru frá
Umhirða felds, húðar, nagla, eyrna og tanna. Fóðrun og annað sem snýr að velferð dýrsins.
Merkjamál hunda, hvernig hundar tjá sig. Hvenær hundi líður illa, hvenær hann gæti bitið. Hvernig lesa skal vanlíðan og hvernig bregðast skal við.
Þroskaskeið hunda. Hvernig hundar læra og hvenær við erum með athyglina þeirra til þess að geta kennt þeim. Hvernig umhverfið mótar þá og hvernig við getum stýrt umhverfinu okkur í hag.
Hvað er stress og hvenær er það að hjálpa okkur/vinna á móti okkur. Ólíkar hundategundir skoðaðar og bornar saman.
Hvernig má lágmarka stressi í hundum.
Árangursríkar hundaþjálfunaraðferðir ræddar og útskýrðar.
Ábyrgð hundaeigandans gagnvart dýrinu og almennt um dýravelferð.
Fjölskylduumhverfið: Börn og hundar, hunda og gamalt fólk og griðarstaður hunda á heimilinu.
Að kynnast ókunnugum hundi, að hitta aðra hunda og læra að umgangast þá.
Hvers vegna hvolpar þurfa að læra að dreifa huganum og ná ró í ókunnum aðstæðum.
Dýralæknir, gestafyrirlestur: algengustu vandamál tengd hundahaldi, hiti, bólusetningar, örmerki ofl. áhugavert.

Skráðu þig á næsta grunnnámskeið hér: SKRÁNING

 

Framhaldsnámskeið / Grunnnámskeið II 

Fyrir hunda sem hafa lokið hvolpanámskeiði I eða annarri grunnhlýðni
Hentar öllum hundategundum, stórum og smáum. Sniðið að ungum hundum 6-24 mánaða. Hentar einnig eldri hundum sem vantar ný verkefni eða hafa eignast nýja eigendur.

8 skipti X 1,25 KLST, samtals 10 klst
Grunnnámskeið II kostar 35.500 kr

Árangursríkar aðferðir kenndar við að kenna hundum góða siði líkt og ganga fallega í taum, bíða, ekki stela mat, stoppa/hægja á, lausa ganga án taums og nokkur skemmtileg partýtrix tekin fyrir. Þá eru rifjaðar upp og farið ítarlegar í fyrri skipanir: komdu, sestu, leggstu, leita, sækja og skila, bælið.

Notast er við jákvæðar styrkingar til að kalla fram æskilega hegðun.

Skráðu þig á framhaldsnámskeið hér: SKRÁNING

 

Fleiri námskeið bætast við haustið 2021

to-topto-top