Einkatímar fela almennt í sér heimsókn frá þjálfara á heimili hunds og handleiðslu við að þjálfa hundinn og fjölskyldumeðlimi í gegnum ákveðið verkefni.
Eða verklega þjálfun í aðstöðu okkar.
Einkatímar henta til dæmis til að ákvarða:
- Val á hvolpi eða fullorðnum hundi.
- Skoðun hvort hundurinn/hvolpurinn henti til ákveðinnar tegundar vinnu þjálfunar: leitar, veiða ofl.
- Almenn & sértæk hundaþjálfun: Til að þjálfa upp ákveðna hegðun hjá hundinum t.d. kenna honum húsverk, hlýðni eða trix.
- Ef hundurinn sýnir hegðunarvanda eða vandamál hefur skapast í samskiptum milli hunds og eiganda.
- Kenna börnum helstu samskiptareglur við hvolpinn.
- Ráðgjöf t.d. fara yfir helstu uppeldisatriði þegar kemur að hvolpum og hvolpauppeldi.
Almenn hundaþjálfun
Einkatímar eru góð lausn fyrir verðandi eða nýja hundaeigendur og hvolpaeigendur sem komast ef til vill ekki strax á námskeið t.d. vegna bólusetningar. Áhersla í slíkum tíma er almennt hvolpauppeldi, umhirða hunda og ábyrgð hundaeiganda gagnvart sveitarfélagi. Þá henta einkatímar líka hundaeigendum sem vilja kenna hundinum sínum ákveðin brögð en vantar smá aðstoð við að byrja og almenna handleiðslu.
Vandamálalausnir
Í heimsókninni er farið yfir hegðunarmynstur fjölskyldunnar, vandamálið sem komið er upp og helstu spurningum eigenda svarað. Þjálfarinn mun einnig fylgjast með hegðun hundsins meðan á heimsókn stendur og leggja fyrir ýmsar spurningar og jafnvel ráðleggingar út frá því sem hann sér.
Ef vandamálið sem leita á lausnar á gerist utan heimilis þá mun þjálfari mögulega stinga upp á að hittast við þær aðstæður eða reyna að framkalla sambærilegar aðstæður. Þá gætu eigendur einnig verið beðnir að taka upp myndband af hundinum og senda.
Eftir tímann setur þjálfari upp plan, æfingaplan eða plan til lausnar á vandamálinu og sendir síðan til eigenda.
Eftirfylgni með þjálfuninni og árangri næstu tvo mánuði er innifalin.
Flóknari/alvarlegri vandamál
Í alvarlegum tilfellum gæti lausnin verið tímafrekari og flóknari en hægt er að leysa með einni heimsókn og stuttu æfingaplani. Í slíku tilfelli ráðleggur þjálfari í framhaldi af fyrstu heimsókn viðeigandi meðferð. Við leitum lausna saman og hundurinn fær að njóta vafans.
Verð á einkatímum
Verð veltur á staðsetningu, hvort tíminn er í Gæludýraklíníkinni eða í heimahús.
Stakir tímar í Gæludýraklíníkinni: Einkaráðgjöf vegna vandamála / einkaþjálfun:
20-60 mín tími þar sem farið er yfir daglega rútínu hundsins og helstu vandamál
Stutt ráðgjöf/viðtalstími 20 mín tími: 6.090 kr (Eingöngu á klíníkinni).
Ráðleggingar með 1 vandamál og hvernig væri best að hefja úrvinnslu fyrir viðkomandi hund/eiganda.
Framlenging á tíma (15 mín) kr. 3.000
Viðtalstími : kr. 15.000
Framlenging á tíma (15 mín) kr. 3.000
Ítarlegra/endurgerð á þjálfunarplani: kr. 7.500
Eftir tímann fær eigandinn skýrslu og tillögu að þjálfunarplani til að fylgja
Símtöl/skilaboð eins og þörf er á næstu 2 vikur.
Endurkomutímar: kr. 7.500
Einkaráðgjöf 5 skipti, tilboð 37.500 kr (1 frír)
Einkaráðgjöf 10 skipti, tilboð: 67.500 kr ( 2 fríir)
Viðbótargjald vegna aksturs getur bæst við sé þess óskað.
Stakir tímar, heimsókn í heimahús:
60 mín tími þar sem farið er yfir daglega rútínu hundsins og helstu vandamál
Eftir tímann fær eigandinn skýrslu og tillögu að þjálfunarplani til að fylgja
Símtöl/skilaboð eins og þörf er á næstu 2 vikur.
Fyrsti tími: kr. 18.000
Framlenging á tíma (umfram 60 mín) kr. 4.500
Ítarlegra/endurgerð á þjálfunarplani: kr. 7.500
Endurkomutímar: kr. 9.500
Einkaráðgjöf 5 skipti í heimahúsi, tilboð 46.500 kr (1 frír)
Einkaráðgjöf 10 skipti í heimahúsi, tilboð: 84.500 kr ( 2 fríir)
Einkatímakort/tilboð, gilda í 10 mánuði.
Tímar bókaðir hér : https://www.gdk.is/timapantanir/ eða í síma 55 60 700