Entropion er það kallað ef dýr eru með óeðlileg augnlok, þar sem augnlokið rúllar inn á við. Þetta veldur því oft að hárið á yfirborði augnloksins nuddast gegn hornhimnunni sem leiðir til verkja, sára á hornhimnu, rofs eða litarefnis sem myndast á hornhimnunni sem getur truflað sjón.

Þessi kvilli er algengur hjá hvolpum og kemur vegna þess að þeir stækka í óeðlilegum hlutföllum, þar með talin augnlokin á þeim. Ástandið vex oft af hvolpum eða jafnar sig þegar þeir ná u.þ.b. eins árs aldri.

Þessi kvilli á augnlokum er mjög sársaukafullur og veldur oft bólgum í tárakirtlum, augnsýkingum og augnsárum. Entropion verður oft vart í báðum augum. Ómeðhöndlað getur þetta valdið miklum sársauka, örmyndun og jafnvel augnmissi.

Aðgerðir á augnlokum eru gerðar í svæfingu. Skorið er eftir náttúrulegum fellingum húðarinnar, þ.e. í húðfellingu efra augnloksins og rétt neðan við augnhár neðra augnloksins og losar húðina frá undirliggjandi vöðva og fitu. Umframfita og -húð er fjarlægð og húðin sléttuð hæfilega og í sumum tilfellum einnig undirliggjandi vöðvi. Skurðunum er lokað með mjög fínum saumum. Augnlokaaðgerðir taka venjulega einn til þrjá klukkutíma, háð umfangi aðgerðarinnar.

Vandamál í aðgerðum á augnlokum eru sjaldgæf og í flestum tilfellum minni háttar, allar aðgerðir fela þó í sér ákveðna áhættu eins og bólgur, blæðingar og sýkingu. Til að minnka líkurnar á að vandamál komi upp þarf eigandi að fara eftir fyrirmælum lýtalæknisins fyrir og eftir aðgerð.